Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Ný endurvinnslustöð tekur á sig mynd

Ný endurvinnslustöð tekur á sig mynd

17
0
Fremst á myndinni er svæðið þar sem gámar verða. Að ofan er yfirbyggt svæði þar sem viðskiptavinir munu losa sig við efni til endurvinnslu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er búið að reisa burðarveggi og við erum langt komin með þetta. Það gengur allt samkvæmt áætlun,“ segir Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri Sorpu.

Framkvæmdir við nýja endurvinnslustöð Sorpu við Lambhagaveg standa nú yfir og ganga vel. Stefnt er að því að stöðin verði tekin í notkun næsta sumar en henni er ætlað að koma í stað endurvinnslustöðvar við Sævarhöfða. Stöðin mun meðal annars þjóna íbúum í stórum hverfum á borð við Grafarholt, Grafarvog og Úlfarsárdal.

Nýja stöðin er í nágrenni við verslun Bauhaus. Lóð stöðvarinnar er rúmlega 11.300 fermetrar að stærð og verður hún stærsta endurvinnslustöð Sorpu.

Heimild: Mbl.is