Home Fréttir Í fréttum Hönnunarkostnaður Brákarborgar orðinn 207 milljónir

Hönnunarkostnaður Brákarborgar orðinn 207 milljónir

16
0
Ef miðað er við 25 þúsund króna tímagjald þá liggja rúmlega 8 þúsund vinnustundir í hönnun Brákarborgar. Það eru tæplega fjögur ársverk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hönnunarkostnaður Brákarborgar er orðinn 207 milljónir króna og skiptist á milli sjö arkitekta- og verkfræðistofa.

Í svari Reykjavíkurborgar vegna fyrirspurnar Morgunblaðsins kemur fram að útseld tímavinna ráðgjafa sé á bilinu 20-30 þúsund krónur plús vsk. og voru hönnuðir valdir eftir „gagnvirku innkaupakerfi Reykjavíkurborgar“.

Ef miðað er við 25 þúsund króna tímagjald þá liggja rúmlega 8 þúsund vinnustundir í hönnun leikskólans sem eru tæplega fjögur ársverk.

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, gáfu ekki kost á viðtali og var Guðna Guðmundssyni skrifstofustjóra falið að svara spurningum blaðamanns í tölvupósti.