Home Fréttir Í fréttum 16.01.2026 Þjónustubygging við Varmá – Uppbygging og rekstur

16.01.2026 Þjónustubygging við Varmá – Uppbygging og rekstur

23
0
Mynd: Mosfellsbær

Mosfellsbær óskar eftir umsóknum frá áhugasömum aðilum um þátttökurétt í lokuðum samkeppnisviðræðum vegna uppbyggingar og reksturs þjónustumiðstöðvar á íþróttasvæði bæjarins við Varmá. Leitað er að aðilum sem myndu taka að sér að hanna, byggja, eiga og reka þjónustubygginguna.

Á íþróttasvæðinu við Varmá er nú þegar fyrir hendi aðstaða fyrir fjölda íþróttagreina bæði innanhúss sem utan m.a. Varmárlaug, íþróttasalir Aftureldingar, fjölnotahúsið Fellið, fimleikahús, frjálsíþróttaaðstaða, gervigrasvellir, lyftingasalir o.fl.

Fyrirhugað er að byggð verði ný þjónustubygging við íþróttamiðstöðina sem verður í senn aðalinngangur að núverandi mannvirkjum auk þess að rúma margvíslega tengda starfsemi.

Forvalsgögn eru öllum aðgengileg með rafrænum hætti, án endurgjalds, á útboðsvef VSÓ Ráðgjafar á vefslóðinni vso.ajoursystem.net frá og með þriðjudeginum 9. desember 2025 kl. 14:00.

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á útboðsvef VSO Ráðgjafar eigi síðar en föstudaginn 16. janúar kl. 14:00.