
Ingi Guðjónsson, lyfjafræðingur og fyrrverandi forstjóri Lyfju, leiðir hóp fjárfesta sem vilja byggja allt að 75 námsmannaíbúðir á bílastæði Tækniskólans í Hafnarfirði. Fjárfestingarfélag þeirra hefur skilað inn kynningu á verkefninu til bæjaryfirvalda og óskað eftir samþykki fyrir breytingum á skipulagi svæðisins. Eigandi einbýlishúss sem stendur á nærliggjandi lóð krefst þess að Hafnarfjarðarbær hafni hugmyndum fjárfestanna.
Heimild: DV.is