Senn verða Reykjaböð opnuð og þá rís nýtt hótel í Reykjadal inn af Hveragerði. Miklar framkvæmdir standa yfir á svæðinu og er gangurinn góður.
Áformað er að opna snemma á næsta ári, bæði laugar og böð, á alls um 1.000 fermetrum auk aðstöðu fyrir tengda starfsemi. Þrjú félög fjárfesta koma að verkefninu; Hveraberg, Dionysus og Kynnisferðir, en áætlaður kostnaður við byggingu Reykjabaðanna er um 2,5 milljarðar króna. Frekar verður byggt á þessum slóðum í náinni framtíð; bæði hótel og veitingastaðir með fjölbreyttum möguleikum.
Margvísleg afþreying er í boði á þessum slóðum, svo sem sviflínan úr Kömbum niður í dal en einnig fara margir af þessum slóðum gangandi eða hjólandi inn á fjall, þar sem er heitur lækur sem mörgum finnst gaman að baða sig í og busla.
Heimild: Mbl.is












