Home Fréttir Í fréttum Krefjast úrbóta á Þjórsárdalsvegi

Krefjast úrbóta á Þjórsárdalsvegi

28
0
Ýmsar framkvæmdir, m.a.við baðlón og hótel í Þjórsárdal, valda auknu álagi á Þjórsárdalveg. mbl.is/Sigurður Bogi

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í vikunni að fela oddvita og sveitarstjóra að óska eftir fundi með innviðaráðherra og forstjóra Vegagerðarinnar og krefjast þess að gerðar verði úrbætur á Þjórsárdalsvegi frá Skeiðavegi inn fyrir Árnes.

„Þetta er mjög hættulegur vegur en um hann fara allir þungaflutningarnir í tengslum við virkjanaframkvæmdir sem eru hafnar af fullum þunga og verða viðvarandi næstu árin,“ segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

„Það liggur fyrir að þessi vegur er allt of mjór miðað við gefnar hönnunarforsendur. Bílstjórar sem aka um veginn á stórum flutningabílum eru margir ekki vanir þessum aðstæðum þar sem vegurinn er á köflum aðeins sex metra breiður og þá er mjög miki hætta á slysum. Við höfum miklar áhyggjur af þessu,“ segir hann.

Heimild: Mbl.is