Framkvæmdirnar við Vatnsstíg eru samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Veitna. Morgunblaðið greindi frá framkvæmdunum í gær, þar sem húseigendur gagnrýndu vinnubrögð borgarinnar harðlega.
Framkvæmdum við uppbyggingu á horni Laugavegar lauk 2024 og þar með afnotaleyfi uppbyggingaraðila af götunni.
„Á þeim tímapunkti var ekki ráðlagt að hefja framkvæmdir [við götuna] og ákveðið að hefja ekki framkvæmdir fyrr en í mars 2025. Á meðan á uppbyggingu á reitnum stóð og vegna þess svæðis sem uppbyggingaraðili fékk afnot af í borgarlandi var ekki hægt að fara í endurnýjun lagna og yfirborðs Vatnsstígs samhliða,“ segir í svari borgarinnar.
Heimild: Mbl.is












