Home Fréttir Í fréttum Kanslarinn stækkar í vor

Kanslarinn stækkar í vor

14
0
Unnið hefur verið að stækkun Kanslarans á Hellu síðustu mánuði. Átta herbergi bætast við hótelið næsta vor og lyfta að auki. mbl.is/Björn Jóhann

„Framkvæmdir ganga bara ágætlega. Við vonumst til að þetta verði tilbúið fyrir vorið,“ segir Helgi B. Óskarsson, eigandi Kanslarans við Hellu.

Helgi og fjölskylda hans hafa rekið veitingastað og hótel um árabil og nú er verið að stækka hótelið. Fyrir eru 25 herbergi á Kanslaranum og með stækkuninni bætast átta herbergi við auk lyftu. „Maður er aðeins að reyna að fjölga spenunum á kúnni,“ segir Helgi hress í bragði.

Byrjaði með veitingastað

„Ég byggði fyrsta hlutann af þessu húsi 1996-1997 og þetta var fyrst bara veitingastaður. Árið 2013 opnuðum við svo hótelið. Í fyrstu voru þetta bara fimm herbergi í aukasal sem ég hafði byggt. Ég hef svo verið að mjatla við þetta síðan,“ segir Helgi sem var staddur á Kanaríeyjum ásamt eiginkonu sinni þegar Morgunblaðið hafði samband, í framkvæmdafríi eins og hann orðaði það.

Heimild: Mbl.is