Home Fréttir Í fréttum Uppsteypu lokið á Kárhóli – Stefnt á að starfsemi hefjist fyrir veturinn

Uppsteypu lokið á Kárhóli – Stefnt á að starfsemi hefjist fyrir veturinn

232
0
Mynd: 641.is

Uppsteypu á Norðurljósarannsóknarhúsi Aurora Observatory á Kárhóli í Reykjadal lauk í síðustu viku og við tekur uppsetning á stálvirki efstu hæðar hússins, auk frágangs drenlagna við húsið. Áætlað er að bygging efstu hæðar hússins hefjist fljótlega.

<>

Verktakafyrirtækið SS Byggir vinnur að uppsteypu á húsinu.

GRAFÍK/AURORA OBSERVATORY
GRAFÍK/AURORA OBSERVATORY

Húsið er um 760 m² að stærð og er staðsett skammt norðan og ofan við bæjarhúsin á Kárhóli. Byggingin er 3 hæðir, byggð úr steinsteypu og stáli. Að sögn Reinhards Reynissonar hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga er bygging hússins nokkuð á eftir áætlun en þrátt fyrir það er stefnt að því að koma fyrir einhverjum rannsóknartækjum um leið og kostur er svo að rannsóknarstarfsemi geti hafist í húsinu sem fyrst og það helst fyrir veturinn.

Á efstu hæð hússins verður öflugum myndavélum komið fyrir og þeim beint til himins til að fylgjast með norðurljósunum auk ýmiskonar rannsóknartækja. Á miðhæðinni verða ma. skrifstofur, rannsóknarstofur og fundarsalur og á jarðhæðinni verður sýningarsalur og fyrirlestrarsalur.

Heimild: 641.is