Home Fréttir Í fréttum Flóttamannaleiðin endurbætt

Flóttamannaleiðin endurbætt

30
0
Flóttamannaleiðin liggur þétt að Urriðaholti og mun á næstunni tengjast hverfinu. Fremst á myndinni er golfvöllur Odds. Ljósmynd/Garðabær

Ákveðið hefur verið að ráðast í lagfæringar á Flóttamannaleið, sem gengið hefur undir ýmsum nöfnum, svo sem Elliðavatnsvegur, Flóttamannavegur og Ofanbyggðavegur.

Hann liggur í gegnum þrjú sveitarfélög, Hafnarfjörð, Garðabæ og Kópavog. Ástand vegarins er á löngum köflum slæmt og umbætur óhjákvæmilegar.

Veginn lagði bandaríska varnarliðið á árum seinni heimsstyrjaldarinnar, 1942. Vegurinn er því barn síns tíma og er bugðóttur og hæðóttur.

Mikil umferð er um veginn, sérstaklega í seinni tíð. Hann liggur að vinsælum útivistarsvæðum, svo sem Heiðmörk og golfvöllum, og byggð nálægt honum hefur stóraukist á undanförnum árum. Fyrirhuguð er tenging hans við Urriðaholtshverfið í Garðabæ.

Heimild: Mbl.is