Home Fréttir Í fréttum Seðla­bankinn léttir á lánþega­skil­yrðum

Seðla­bankinn léttir á lánþega­skil­yrðum

8
0
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri Ljósmynd: BIG

Há­marks­veð­setningar­hlut­fall við kaup á fyrstu fast­eign hækkar úr 85% í 90%.

jár­málastöðug­leika­nefnd Seðla­banka Ís­lands hefur ákveðið að létta tíma­bundið á reglum um fast­eigna­lán til neyt­enda í kjölfar aukinnar óvissu á íbúðalána­markaði.

Óvissan tengist dómi Hæstaréttar í vaxta­máli Íslandsbanka um miðjan mánuð, sem hefur þegar haft áhrif á fram­boð lána og skilmála þeirra.

Sér­stak­lega er bent á að staða fyrstu kaup­enda og tekjulægri heimila hafi versnað.

Í reglum Seðlabankans um hámark greiðslubyrðar fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda er kveðið á um sérstaka undanþáguheimild til að veita lán umfram hámarkshlutfall.

Undanþágu­heimild lán­veit­enda til að veita lán um­fram há­mark greiðslu­byrðar­hlut­falls (greiðslu­byrði í hlut­falli við tekjur) er hækkuð úr 5% í 10% af heildar­fjár­hæð veittra fast­eigna­lána.

Við út­reikning skal jafn­framt horft til undan­gengins árs­fjórðungs.

Mark­miðið er að gefa lána­stofnunum meira svigrúm til að mæta þörfum lántak­enda á meðan óvissa ríkir um skilmála lána.

Há­marks­veð­setningar­hlut­fall við kaup á fyrstu fast­eign hækkar úr 85% í 90%. Há­markið fyrir aðra lán­taka helst óbreytt í 80%.

Nefndin vísar til þess að reglurnar hafi verið hertar í júní 2022 og að síðan hafi orðið nokkur aðlögun á fast­eigna­markaði.

Sam­kvæmt yfir­lýsingu nefndarinnar er breytingunum ætlað að auka svigrúm lán­veit­enda til að bregðast við ríkjandi óvissu, einkum gagn­vart fyrstu kaup­endum og tekjulægri hópum.

„Þetta er gert vegna framangreindrar óvissu og í ljósi þess að nokkur aðlögun hefur átt sér stað á fasteignamarkaði frá því að reglurnar voru hertar í júní 2022. Hámark veðsetningarhlutfalls fyrir aðra lántaka helst óbreytt í 80%,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar.

Lána­stofnanir eru hvattar til að nýta svigrúmið til að tryggja eðli­legt flæði láns­fjár á meðan óvissan varir.
Nefndin áréttar að hún muni áfram beita þeim stý­ritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjár­málastöðug­leika, þannig að fjár­mála­kerfið geti staðist áföll, miðlað láns­fé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti.

Heimild: Vb.is