Home Fréttir Í fréttum Ljóst að kaup­verð á í­búðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum

Ljóst að kaup­verð á í­búðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum

21
0
Örn á von á því að íbúðirnar verði í dýrari kantinum. Vísir/Einar

Gert er ráð fyrir að fyrstu fjölbýlishúsin rísi við gömlu höfnina í Reykjavík árið 2028 eða ellefu árum eftir að borgin tilkynnti um uppbygginaráform á reitnum.

Framkvæmdastjóri segir að ríflega þriðjungur íbúðav verði leigu-, stúdenta eða félagsíbúðir. Ljóst sé að kaupverð á almennum markaði verði í hærri kantinum.

Reykjavíkurborg tilkynnti fyrst 2017 að samið hefði verið um uppbyggingu á svæðinu. Ekkert bólaði á framkvæmdunum og var, samningi við fyrsta verktakann rift og samið var fyrir ári við fasteignaþróunarfélagið M3. Gert er ráð fyrir 180 íbúðum á reitnum.

Það var hin 4 ára Ísey Von sem tók fyrstu skóflustunguna og leysti verkið vel úr hendi. Pabbi hennar og framkvæmastjóri verksins býst við að fyrstu íbúðirnar verði komnar upp eftir nokkur misseri.

„Við gerum ráð fyrir að afhenda fyrstu íbúðirnar vorið 2028 og svo í lok 2028,“ segir Örn Kjartansson, framkvæmdastjóri Vesturhafnar.

Hann segir að gert sé ráð fyrir nokkrum þriggja til fimm hæða húsum á reitnum. Tæplega sextíu íbúðir verði leigu eða félagsíbúðir.

„35 prósent af íbúðunum sé samsetning af leiguíbúðum, félagsíbúðum og stúdentaíbúðum.“

Kostnaður 18 milljónir þegar á hverja íbúð

Fasteignafélagið greiddi borginni alls 3,2 milljarða fyrir byggingarétt og gatnagerðagjöld. Þetta þýðir að meðaltali að kostnaðurinn á hverja íbúð er nú þegar orðinn ríflega 18 milljónir króna.

„Það er alveg ljóst að íbúðir hér verða í takt við þetta svæði.“

Sem þýðir að þær verða mjög dýrar?

„Þær verða af mismunandi stærðum frá 50 upp í 200 fermetra og verða í dýrari kantinum það er alveg ljóst.“

Heimild: Visir.is