Framkvæmdir við nýtt rannsóknahús hafa gengið vel að undanförnu og mikilvægir áfangar fram undan. Nú er aðallega steypt á efstu hæð byggingarinnar, þar sem síðustu þakplöturnar eru í vinnslu. Samhliða annarri vinnu er unnið að uppsetningu stálvirkja víða um húsið.
„Verktakinn er að leitast við að klára steypuvinnu í vestari hluta hússins, sem á að klárast fljótlega. Gert er ráð fyrir að uppsteypu hússins ljúki í nóvember, þó að uppsetning stálvirkja standi lengur, enda nóg eftir að setja upp af stoðeiningum eins og utanáliggjandi flóttastigahús og tæknigöng. Einnig ber að nefna að smíði þakglugga, stiga og handriða er í undirbúningi.
Einnig má geta þess að undirbúningur útboðs þakfrágangs hússins er í vinnslu,“segir Árni Kristjánsson, staðarverkfræðingur hjá NLSH.
Heimild: NLSH.is