Home Fréttir Í fréttum Áforma hótelbyggingu á Granda

Áforma hótelbyggingu á Granda

13
0
Staðan í dag. Hótelið mun rísa fyrir framan Alliance-húsið. Svarta viðbyggingin verður rifin. mbl.is/sisi

Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa til umsagnar fyrirspurn ÞG verktaka ehf. um uppbyggingu hótels á lóð nr. 2 við Grandagarð samkvæmt teikningum Glámu-Kím arkitekta. Verkefnastjóri skipulagsfulltrúa fer nú yfir erindið.

Á lóðinni Grandagarður 2 stendur Alliance-húsið, sem er friðað. Lóðin býður upp á mikla möguleika til uppbyggingar. Til fjölda ára hafa verið áform um byggingarframkvæmdir en ekkert hefur orðið af þeim af ýmsum ástæðum.

Í fyrirspurn ÞG verktaka er sótt um leyfi til að endurnýja Alliance-húsið í samráði við Minjastofnun og rífa seinni tíma viðbyggingu við húsið. Í viðbyggingu er engin starfsemi í dag en þar var áður til húsa noðurljósasýningin Aurora.

Heimild: Mbl.is