Home Fréttir Í fréttum Landspítalinn: Minntust 40 ára veru í bráðabirgðahúsum

Landspítalinn: Minntust 40 ára veru í bráðabirgðahúsum

141
0
Mynd: Dv.is

Nú í ágúst eru liðin 40 ár frá því flutt var inn í hús 6 og 7 á Landspítalalóðinni við Barónsstíg. Þau hús voru reist sem bráðabirgðahús vegna gríðarlegra þrengsla í gamla húsi Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg þar sem öll starfsemi meinafræði- og sýklafræðideildanna var til húsa. Þetta kemur fram á vefsíðu Landspítalans.

<>

Þá segir ennfremur að sýklafræðideildin fluttist öll í hús 6 (fjær Barónsstíg) og hluti meinafræðideildarinnar í hús 7 (nær Barónsstíg). Þessi hús leystu bráðahúsnæðisvandann um tíma en síðan þá hefur hluti sýklafræðideildarinnar flust að Ármúla 1A og meinafræðihlutinn í gamla Blóðbankann. Nú er sýklafræðideildin í húsi 6 og að hluta í húsi 7 ásamt litningarannsóknadeildinni.

Um er að ræða stálgrindahús og var þeim ætlað að vera til bráðabirgða í 5-10 ár. Nú eru liðin 40 ár og verða þau væntanlega áfram í notkun þangað til flutt verður í nýtt rannsóknarstofuhús sem reist verður við nýja meðferðarkjarnann. Húsin hafa sinnt sínu hlutverki og eru orðin þreytt og úr sér gengin og löngu kominn tími á endurnýjun.

Þá kemur fram að húsin hafa engu að síður þjónað vel og starfsmennirnir minntust tímamótanna og verunnar í þeim með grillveislu í hádeginu í dag um leið og þeir vöktu athygli á húsnæðisvanda rannsóknarsviðs Landspítala.

Heimild: Dv.is