Home Fréttir Í fréttum Fimmtán fyrirtæki taka þátt í forvali

Fimmtán fyrirtæki taka þátt í forvali

73
0
Stærsta og mikilvægasta bygging nýs Landspítala. Hann mun tengjast öðrum einingum spítalans með tengigöngum og brúm. Ljósmynd/Einar H. Reynis

Nýr Landspítali ohf. (NLSH) auglýsti nýlega forval vegna áframhaldandi verktakavinnu í meðferðarkjarnanum, stærstu byggingu hins nýja spítala.

Um var að ræða þrjú fagsvið: Loftræsingu, pípulagnir og rafmagn. Áður hafði NLSH viðhaft markaðskönnun (RFI) þar sem verktakar höfðu tilkynnt áhuga sinn á verkinu og haldnir höfðu verið skýringarfundir um undirbúning innkaupanna.

Alls eru það fimmtán íslensk fyrirtæki sem vilja takast á við tæknivinnuna í meðferðarkjarnanum, segir Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri NLSH.

Fjórir aðilar tilkynntu sig inn í forvalinu um loftræsinguna: Blikksmiðurinn, Blikksmíði, Ísloft og Stjörnublikk. Í lagnahlutanum voru það fimm fyrirtæki: Aðallagnir, AH pípulagnir, Alhliða pípulagnir, Landslagnir og Rennsli. Síðasta forvalið sem var opnað snýst um rafmagnsvinnuna og þá tilkynntu sig inn sex fyrirtæki: Fagtækni, Rafbogi, Rafholt, Rafmiðlun, TG raf og Þelamörk.

Heimild: Mbl.is