Þann 7.október var opnun í forvali vegna rafkerfa í kjallara K2 til fjórðu hæðar í meðferðarkjarna.
Þáttökubeiðnir bárust frá eftirtöldum aðilum:
- 1. Fagtækni
- 2. Rafbogi ehf
- 3. Rafholt ehf
- 4. Rafmiðlun
- 5. TG raf ehf.
- 6. Þelamörk
Stærð nýs meðferðarkjarna er um 70 þúsund fermetrar sem skiptast á átta hæðir, þar af tvær hæðir neðanjarðar. Útboð þetta tekur til allt að 55 þúsund fermetra í meðferðarkjarnanum en megin hluti legudeilda á 5.-6. hæð er undanskilinn. Þó mun rafverktaki sjá um ákveðinn endabúnað sem settur verður upp á legudeildunum.
Ákveðin sérmerkt rými verða þó ekki hluti af frágangi þessa útboðs þar sem fullnaðarhönnun þeirra er ekki lokið eða ákvarðanir hafa ekki verið teknar um útfærslu frágangs. Í þeim tilfellum er miðað við að verktaki annist tengingar að þessum rýmum skv. nánari skilgreiningu sem kemur mun fram í útboði.