Home Fréttir Í fréttum Niðurrif húsa við Borgartún hafið

Niðurrif húsa við Borgartún hafið

25
0
Þetta eru húsin sem víkja. Rétt glittir í Hótel Cabin. Glæsileg íbúðarhús koma í staðinn, en mörg slík hafa risið við Borgartún undanfarin ár. mbl.is/sisi

Byrjað er að rífa byggingar á lóðinni 34-36 við Borgartún. Þær hafa verið í niðurníðslu og sett ljótan blett á umhverfið.

Sótt hefur verið um leyfi til að byggja á lóðinni steinsteypt fjölbýlishús á 4-8 hæðum með verslunar- og þjónusturýmum á vesturhluta jarðhæðar, bílakjallara með 80 stæðum og 100 íbúðum á efri hæðum.

Byggingarfulltrúi Reykjavíkur veitti í sumar leyfi fyrir niðurrifi bygginganna þriggja á lóðinni.

Um er að ræða verkstæði/gistiheimili, 1.712 fermetrar (fm), verkstæði, 528 fm, og iðnaðarhús, 902 fm. Samtals eru þetta 3.142 fermetrar.