Home Fréttir Í fréttum Tvö stór verkefni áformuð á Grundartanga

Tvö stór verkefni áformuð á Grundartanga

17
0
Mikil uppbygging í atvinnustarfsemi er í burðarliðnum á Grundartanga. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta mun hafa sömu áhrif og bygging Sementsverksmiðjunnar, Járnblendisins og Norðuráls hafði á Akranes á sínum tíma. Þessu mun fylgja heilmikil bylgja uppbyggingar í bænum í kjölfarið sem og fólksfjölgun,“ segir Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri á Akranesi, í samtali við Morgunblaðið, en í sjónmáli er stórfelld uppbygging í atvinnulífi á Grundartanga sem hann telur að Akraneskaupstaður muni njóta góðs af.

Tvö stór verkefni eru þar í burðarliðnum. Annars vegar áformar eldisfyrirtækið Aurora fiskeldi byggingu landeldisstöðvar þar sem lax yrði alinn. Hins vegar er bygging magnesíumverksmiðju, en fyrirtækið Njörður stendur að þeim áformum. Verði af báðum verkefnunum muni þau skapa hátt í 350 störf á svæðinu.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is