Home Fréttir Í fréttum Vaðlaheiðargöng: Þokast áfram

Vaðlaheiðargöng: Þokast áfram

119
0
Mynd: Dagskrain.is

Á Facebooksíðu Vaðlaheiðarganga kemur fram að í Fnjóskadal var unnið í síðustu viku við fyllingarvinnu milli núverandi Illugastaðavegar og brúar.  „Inn í göngum Fnjóskadalsmegin var unnið að hlutgreftri á fyrstu færu undan röraþaki nr. 2, þar eru um 2 – 2,5 m eftir niður í gólf, þannig að það styttist í að byrjað verði að reisa stálboga nr. 2.,” segir á síðunni

<>

Einnig kemur fram að Eyjafjarðarmegin hafi framvindan verið góð. „Góður taktur í vinnunni, nánast verið að ná 2 sölvum á sólarhring að frádregnum töfum við borun og grautun á reglubundnum skermum. Þetta er þrátt fyrir að styrkingar hafi verið frekar þungar vegna viðkvæmra setlaga í þekju og ummyndaðs karga þar undir og eingöngu hefur verið unnið með 3. m. færur vegna þessa. Nú undir lok vikunnar var farið í gegnum brotabelti sem krafist styrkinga niður í gólf beggja vegna. Miðað við síðustu könnunarborun, er útlit fyrir að það verði eitthvað áframhald á þessum brotum, líklegt er að eitthvað komi út úr vinstri veggnum við.”

Lengd ganganna Eyjafjarðarmegin er nú orðin 4.282 metrar og lengdist því um 33,5 metra í viku 32. Lengd ganganna Fnjóskadalsmegin er enn óbreytt. Samanlögð lengd ganganna er orðin 5.757 metrar sem gerir um 80% af heildarlengd.

Heimild: Dagskrain.is