
Útlit er fyrir að breikkuð Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurafleggjarans sunnan við Hafnarfjörð og Hvassahrauns verði opnuð til umferðar um 8-9 mánuðum á undan áætlun.
Góður gangur hefur verið í framkvæmdum að undanförnu og vænst er að hleypa megi umferð á veginn nýja fyrir veturinn.
Upphaflega átti það að verða í júlí á næsta ári. Með þessu verður kominn 2+2-vegur alla leiðina af höfuðborgarsvæðinu á Suðurnesin, það er að Fitjum í Njarðvík í Reykjanesbæ. Verkið hefur verið tekið í áföngum á allmörgum árum, en á Suðurnesjum var mjög þrýst í máli þessu, meðal annars vegna umferðaröryggis.
Heimild: Mbl.is