Home Fréttir Í fréttum Rafal hagnast um 300 milljónir

Rafal hagnast um 300 milljónir

28
0
Valdimar Kristjónsson, forstjóri og eigandi Rafals. Ljósmynd: Aðsend mynd

Velta Rafal jókst um 23% milli ára og nam 4,3 milljörðum króna í fyrra.

Rafverktakafyrirtækið Rafal ehf. hagnaðist um 306 milljónir króna árið 2024, samanborið við 64 milljónir árið áður. Stjórnin félagsins lagði til að greiddur verði arður á árinu 2025 að fjárhæð 120 milljónir króna, að því er segir í ársreikningi félagsins.

Velta Rafal jókst um 23% milli ára og nam 4,3 milljörðum króna í fyrra, samanborið við 3,5 milljarða árið áður. EBITDA-hagnaður félagsins fór úr 234 milljónum í 455 milljónir milli ára. Ársverk voru 126.

„Aukinn kraftur verður í virkjunum og orkumálum á næstu árum, sem mun kalla á hraðari uppbyggingu innviða og sérhæfða lausna. Rafal er vel í stakk búið til að takast á við þessi verkefni og vera virkur þátttakandi í umbreytingu orkugeirans,“ segir í skýrslu stjórnar.

Skjáskot af Vb.is

Eignir félagsins voru bókfærðar á rúma 1,2 milljarða króna í árslok 2024 og eigið fé var um 451 milljón. Valdimar Kristjónsson er eigandi Rafals.

Heimild: Vb.is