Home Fréttir Í fréttum Mun flytja í nýtt hús við Austur­veg á Sel­fossi

Mun flytja í nýtt hús við Austur­veg á Sel­fossi

28
0
Landsbankinn og TM munu flytja í nýtt hús við Austurveg 11 á Selfossi fyrir árslok 2027. Landsbankinn

Landsbankinn og TM á Selfossi munu flytja sig yfir í nýtt hús við Austurveg 11 á Selfossi fyrir árslok 2027, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við Fossver ehf.

Þetta kemur fram á vef Landsbankans. Þar segir að um sé að ræða hús sem muni rísa við Austurveg 11 þar sem verslun Karls R. Guðmundssonar hafi verið til húsa.

„Útibúið á Selfossi er eitt af stærstu útibúum bankans og þar vinna 18 manns. Afgreiðslur Landsbankans í Reykholti og í Þorlákshöfn heyra einnig undir útibúið og er heildarfjöldi starfsfólks bankans í Árnessýslu því 22.

Landsbankinn seldi Landsbankahúsið á Selfossi við Austurveg 20 árið 2020. Húsið, sem var gert eftir grunnteikningum Guðjóns Samúelsson, er um 1.200 fermetrar.

Frá sölu hefur starfsemi bankans farið fram á jarðhæð hússins og verður hún áfram þar fram að flutningum.

Nýja húsnæðið verður um 440 fermetrar að stærð en til samanburðar fer starfsemi bankans á Selfossi nú fram á 660 fermetrum,“ segir í tilkynningunni.

Heimild: Visir.is