
Framkvæmdir Háskóla Íslands (HÍ) og Félagsstofnunar stúdenta (FS) á gömlu Hótel Sögu eru á lokastigi. Verkið var skipulagt þannig að byrjað var á efri hæðum og unnið niður og eru kennslustofur á neðri hæðum.
Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknimála hjá Háskólanum, segir stefnt á að klára kennslustofurnar á neðri hæðinni í næsta mánuði eftir úttekt Heilbrigðiseftirlitsins.
Skýr rök fyrir kaupunum
Háskólinn og Félagsstofnun stúdenta keyptu Hótel Sögu af Bændasamtökunum á 3,6 milljarða króna í upphafi árs 2022 undir starfsemi sína. Áætlaður kostnaður við breytingar á húsnæðinu er rúmir 9 milljarðar og því gæti heildarkostnaður orðið um 12,7 milljarðar króna.
Heimild: Mbl.is