Home Fréttir Í fréttum Sprungur fundust í jarðlögum

Sprungur fundust í jarðlögum

17
0
Hér má sjá þegar könnurkafbáturinn var hífður upp. Ljósmynd/Aðsend

Eng­in raf­magns­fram­leiðsla hef­ur verið í Vatns­fells­stöð frá byrj­un þessa mánaðar vegna leka sem upp kom nærri inntaks­mann­virkj­um stöðvar­inn­ar.

Að sögn Ragn­hild­ar Sverr­is­dótt­ur upp­lýs­inga­full­trúa Lands­virkj­un­ar reynd­ist ástæða lek­ans sprunga í jarðlög­um, þvert á inntaks­skurð stöðvar­inn­ar. Til þess að rann­saka lek­ann var nauðsyn­legt að stöðva rennsli úr Þóris­vatni inn í inntak­slón virkj­un­ar­inn­ar, en einnig var botn­rás þess opnuð til að tæma uppistöðulón stöðvar­inn­ar.

Ragn­hild­ur seg­ir að bergið á svæðinu sé jarðfræðilega ungt og því hafi ávallt verið gert ráð fyr­ir at­b­urði af þess­um toga. Hún seg­ir að starfs­fólki sé eng­in hætta búin og eng­um mann­virkj­um á svæðinu ógnað.

Heimild: Mbl.is