Home Fréttir Í fréttum Fullbókað á nýju hóteli á Hvolsvelli

Fullbókað á nýju hóteli á Hvolsvelli

46
0
Vilhjálmur segir opnunina hafa gengið mjög vel. Ljósmynd/Ísólfur Gylfi Pálmason

Hót­el Lóa, nýtt hót­el á Hvols­velli, var opnað form­lega síðastliðinn föstu­dag. Opn­un­in hef­ur gengið von­um fram­ar og nú þegar er nán­ast orðið upp­bókað í ág­úst­mánuði.

Þetta seg­ir Vil­hjálm­ur Sig­urðsson, einn af eig­end­um hót­els­ins, í sam­tali við mbl.is.

„Opn­un­in gekk mjög vel. Það var mikið að gera síðustu dag­ana en þetta hafðist og það var allt klárt á föstu­dag­inn þegar fyrstu gest­irn­ir komu um fjög­ur­leytið,“ seg­ir Vil­hjálm­ur í sam­tali við mbl.is.

Frá fyrsta degi hef­ur áhug­inn verið gríðarleg­ur, að hans sögn. Bók­an­ir hafa gengið von­um fram­ar og ág­úst­mánuður er þegar nán­ast full­bókaður, bæði af inn­lend­um og er­lend­um gest­um.

Hót­elið er með 66 her­bergj­um. Ljós­mynd/Í​sólf­ur Gylfi Pálma­son

„Suður­landið er vin­sæll staður“

Fram­kvæmd­ir hóf­ust í janú­ar og aðeins sex mánuðum síðar stend­ur hót­el með 66 her­bergj­um, þar af tvær svít­ur, ásamt veit­ingastaðnum Bergþóru og nota­leg­um bar sem set­ur svip sinn á and­rúms­loftið.

Aðspurður seg­ir Vil­hjálm­ur Suður­landið gríðarlega vin­sæl­an áfangastað meðal ferðamanna. Hót­elið hafi verið full­bókað í gær­kvöldi.

„Suður­landið er vin­sæll staður, þar fara flest­ir um.“

Hér má sjá mynd af fram­kvæmd­un­um. Ljós­mynd/Í​sólf­ur Gylfi Pálma­son

Einn af eig­end­um hót­els­ins er reynslu­mik­ill hót­eleig­andi, Vil­hjálm­ur Sig­urðsson, sem jafn­framt er stjórn­ar­formaður Hót­el Lóu. Þetta er fjórða hót­elið sem hann bygg­ir, en hann er áður þekkt­ur fyr­ir hót­elupp­bygg­ingu á Hót­el Kríu í Vík í Mýr­dal og Hót­el Laxá við Mý­vatn.

Heimild: Mbl.is