Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Nýr 13 km Landvegur með bundnu slitlagi

Nýr 13 km Landvegur með bundnu slitlagi

43
0
Framkvæmdir við uppbyggingu Landvegar eru í fullum gangi, en vegarkaflinn verður 13 km að lengd. Ljósmynd/Landsvirkjun

Haf­in er upp­bygg­ing Land­veg­ar á 13 kíló­metra kafla í Rangárþingi ytra, en veg­arkafl­inn er á milli slóða sem ligg­ur að Áfangagili norðan Land­manna­leiðar og að mót­um Þjórsár­dals­veg­ar og Sprengisands­leiðar. Kafl­inn verður lagður bundnu slit­lagi.

Frá þessu er greint á heimasíðu Lands­virkj­un­ar, en til­gang­ur fram­kvæmd­anna er að styrkja veg­inn sér­stak­lega fyr­ir flutn­ing búnaðar fyr­ir vindorku­verið sem kallað er Vaðöldu­ver, en nefnd­ist áður Búr­fells­lund­ur.

Það er Borg­ar­verk sem ann­ast fram­kvæmd­irn­ar en fyr­ir­tækið átti lægsta til­boð í verkið, 760 millj­ón­ir króna. Verklok eru áætluð í októ­ber nk. Auk þessa verk­efn­is hef­ur Borg­ar­verk á hendi vega­gerð inn­an fram­kvæmda­svæðis­ins við Vaðöldu, en þar verða lagðir rúm­lega 20 kíló­metr­ar af veg­um.

Heimild: Mbl.is