
Hafin er uppbygging Landvegar á 13 kílómetra kafla í Rangárþingi ytra, en vegarkaflinn er á milli slóða sem liggur að Áfangagili norðan Landmannaleiðar og að mótum Þjórsárdalsvegar og Sprengisandsleiðar. Kaflinn verður lagður bundnu slitlagi.
Frá þessu er greint á heimasíðu Landsvirkjunar, en tilgangur framkvæmdanna er að styrkja veginn sérstaklega fyrir flutning búnaðar fyrir vindorkuverið sem kallað er Vaðölduver, en nefndist áður Búrfellslundur.
Það er Borgarverk sem annast framkvæmdirnar en fyrirtækið átti lægsta tilboð í verkið, 760 milljónir króna. Verklok eru áætluð í október nk. Auk þessa verkefnis hefur Borgarverk á hendi vegagerð innan framkvæmdasvæðisins við Vaðöldu, en þar verða lagðir rúmlega 20 kílómetrar af vegum.
Heimild: Mbl.is