Home Fréttir Í fréttum Vinna að hefjast við nýja hreinsistöð að Melshorni

Vinna að hefjast við nýja hreinsistöð að Melshorni

42
0
Forsvarsmenn LaunAfls og HEF-veita við undirskrift samningsins fyrir skömmu. Verkið skal vinna hratt og vel og ljúka á fimm til sex mánuðum. Mynd HEF-veitur

Það er fyrirtækið LaunAfl sem hafið hefur vinnu við byggingu fyrsta áfanga nýrrar hreinsistöðvar fráveitu að Melshorni við Egilsstaði en samningar þess efnis voru formlega undirritaðir í síðustu viku.

Verkefnið er eitt hið stærsta og dýrasta sem HEF-veitur eru með á sínum höndum en undirbúningur þessa hefur staðið í nokkur ár. Nýja stöðin mun uppfylla ítrustu kröfur um fullhreinsun skólps þegar hún verður tilbúin og mun þá leysa af hólmi þrjár aðrar hreinsistöðvar sem fyrir eru.

Þessi fyrsti áfangi verksins snýr að jarðvinnu og byggingu tveggja hæða húss yfir stöðina og er ráð fyrir gert að verklok verði öðru hvoru megin við áramótin þannig að rekstur hefjist fljótlega á nýju ári. Stöðin mun bæta alla fráveitu verulega, útrásum verður fækkað, öll hreinsun gerð skilvirkari auk þess sem hreinsun verður einfaldari með einni stórri stöð en þremur smærri.

Snidda arkitektar og verkfræðistofan Verkís sáu um hönnun stöðvarhússins en verkfræðistofurnar COWI og Verkráð sinna hönnunar- og byggingastjórn auk eftirlits.

Heimild: Austurfrett.is