Home Fréttir Í fréttum Múrbúðin hagnast um 138 milljónir

Múrbúðin hagnast um 138 milljónir

28
0
Hallbjörn Karlsson og Árni Hauksson, eigendur Vogarbakka, stærsta eigandi Múrbúðarinnar. Mynd: Vb.is

Múrbúðin hagnaðist um 138 milljónir króna á síðasta ári, samanborið við 136 milljóna hagnað árið áður. Stjórnin félagsins til að það verði ekki greiddur arður til hluthafa á árinu 2025, að því er segir í ársreikningi þess.

Félagið rekur þrjár verslanir að Kletthálsi í Reykjavík, Selhellu í Hafnarfirði og Fuglavík í Reykjanesbæ, auk vefverslunar.

Rekstrartekjur Múrbúðarinnar námu 1,7 milljörðum og jukust um 2,7% frá fyrra ári. Rekstrarhagnaður (EBIT) nam 166 milljónum, samanborið við 178 milljónir árið áður. Ársverk voru 26 líkt og árið áður.

Eignir félagsins námu 1,2 milljörðum króna og eigið fé var um 943 milljónir í lok síðasta árs.

Skjáskot af Vb.is

Múrbúðin er í 58% eigu Vogabakka, 29% eigu Vindhamars ehf. sem er í eigu Kára Guðjóns Hallgrímssonar, 9% eigu Zarathustra ehf., félags Sveins Heiðars Guðjónssonar, og 5% eigu Páls Ólafssonar.

Vogabakki, stærsti hluthafi Múrbúðarinnar, er í 59% eigu Vattarnes ehf., félags Friðriks Hallbjörns Karlssonar og Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, og 41% eigu Klapparáss ehf., félags Árna Haukssonar.

Heimild: Vb.is