Home Fréttir Í fréttum Fasteignamarkaðir taki hratt við sér

Fasteignamarkaðir taki hratt við sér

45
0
Óskar H. Bjarnason, annar eigandi fasteignasölunnar Valhallar, hvetur fyrstu kaupendur til að koma inn á markaðinn. mbl.is/Eyþór

Á fyrsta rekstr­ar­ár­inu eft­ir að nýir eig­end­ur tóku við rekstri fast­eigna­söl­unn­ar Val­hall­ar í Síðumúla tvö­faldaðist velt­an. Hún fór úr 141 millj­ón króna árið 2023 upp í um 280 millj­ón­ir á síðasta ári.

Nýju eig­end­urn­ir, fast­eigna­sal­arn­ir, lög­fræðing­arn­ir og æsku­vin­irn­ir Óskar H. Bjarna­son og Snorri Björn Sturlu­son, hafa sett markið hátt. Þeir ætla að vaxa enn meira og inn­an fárra ára vilja þeir að Val­höll verði kom­in í hóp fimm stærstu fast­eigna­sala lands­ins.

„Ákvörðunin um þessi kaup breytti rosa­lega miklu í okk­ar lífi og hef­ur reynst mikið gæfu­spor,“ seg­ir Óskar í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann.

Heimild: Mbl.is