
Á fyrsta rekstrarárinu eftir að nýir eigendur tóku við rekstri fasteignasölunnar Valhallar í Síðumúla tvöfaldaðist veltan. Hún fór úr 141 milljón króna árið 2023 upp í um 280 milljónir á síðasta ári.
Nýju eigendurnir, fasteignasalarnir, lögfræðingarnir og æskuvinirnir Óskar H. Bjarnason og Snorri Björn Sturluson, hafa sett markið hátt. Þeir ætla að vaxa enn meira og innan fárra ára vilja þeir að Valhöll verði komin í hóp fimm stærstu fasteignasala landsins.
„Ákvörðunin um þessi kaup breytti rosalega miklu í okkar lífi og hefur reynst mikið gæfuspor,“ segir Óskar í samtali við ViðskiptaMoggann.
Heimild: Mbl.is