Home Fréttir Í fréttum Ferro Zink og Metal sameinast

Ferro Zink og Metal sameinast

15
0
Ferro Zink og Metal hafa skrifað undir samninga um sameiningu félaganna. Ljósmynd/Aðsend

Ferro Zink og Metal hafa skrifað und­ir samn­inga um sam­ein­ingu fé­lag­anna, með fyr­ir­vara um samþykki hlut­hafa­funda og Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins.

Sam­einað fé­lag verður með yfir 70 starfs­menn, starfs­stöðvar á Ak­ur­eyri og á höfuðborg­ar­svæðinu. Sam­tals nam velta fé­lag­anna tæp­um fimm millj­örðum króna á síðasta ári, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá fé­lög­un­um.

Ferro Zink, áður þekkt sem Sand­blást­ur og Málm­húðun, var stofnað árið 1960 og hef­ur lengi verið í fram­leiðslu og zinkhúðun auk inn­flutn­ings og sölu á stáli. Fé­lagið rek­ur starf­semi sína í Hafnar­f­irði og á Ak­ur­eyri.

Metal var stofnað árið 2004 og hef­ur verið í inn­flutn­ingi og sölu á ryðfríu stáli, áli, plasti og tengd­um vör­um. Starf­semi fé­lags­ins er í Garðabæ.

Í til­kynn­ingu seg­ir meðal ann­ars:

„Við sjá­um mik­inn hag í þess­ari sam­ein­ingu sem ger­ir okk­ur kleift að þjón­usta viðskipta­vini þess­ara fyr­ir­tækja á enn mark­viss­ari hátt, því þessi fyr­ir­tæki falla vel að hvort öðru,“ seg­ir Jón Stein­dór Árna­son, stjórn­ar­formaður Ferro Zink.

Karl Gunn­ar Eggerts­son, stjórn­ar­formaður Metal, tek­ur í sama streng: „Eig­end­ur fé­lags­ins sjá samruna við Ferro Zink sem spenn­andi kost fram á veg­inn, þar sem ára­tuga reynsla starfs­manna Metal mun nýt­ast enn bet­ur í þágu viðskipta­vina sam­einaðs fé­lags.“

Heimild: Mbl.is