Vegagerðin býður hér með út styrkingu og malbikun á 1,0 km kafla á Vestfjarðarvegi (60-05/07) beggja vegna við núverandi malbik í Búðardal, malbikun á tveimur köflum á Vestfjarðarvegi (60-01) um bröttubrekku samtals um 1,7 km og malbikun á um 0,9 km kafla á hringvegi (1-g8) frá Borgarnesi og norður.
Slitlagsmalbik á möl 6 cm
|
6.600 m2
|
Slitlagsmalbik á klæðingu 6 cm
|
18.466 m2
|
Verklok eru 30. september 2025.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 7. júlí 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 22. júlí 2025.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.