Deiliskipulagstillaga hefur verið lögð fram fyrir lóðirnar Brekkustíg 22-26, en áætlað er að umbreyta notkun lóðanna í íbúðarreit með fjórum stökum fjölbýlishúsum í mismunandi stærðum. Gert er ráð fyrir 128 íbúðum með sameiginlegri hálfniðurgrafinni bílageymslu. Tillagan er lögð fram af EBS Invest ehf.
Markmið deiliskipulagstillögunnar er að þétta byggð, styrkja götumyndir svæðisins, auka gæði, stuðla að heildstæðu yfirbragði byggðarinnar og skapa lifandi og fallegt miðbæjarsvæði. Stærð skipulagsmarka er um 8364 fermetrar ogafmarkast af Brekkustíg, Hafnarbraut og Bakkastíg.
Í tillögunni segir að á lóðunum hafi verið starfandi fiskvinnslur til margra ára í tveggja hæða atvinnuhúsnæði, en í dag séu byggingarnar og svæði um þær, notað sem geymsluhúsnæði.
Húsin raðast á jaðar lóðar, svo hægt sé að skapa skjólgóðan inngarð á milli þeirra, þar sem íbúar geta notið. Lögð er áhersla á heildstæðagötumynd og samræmi milli eldri og nýrra byggðar, með uppskiptingu og hámarks hæðum, í takt við núverandi hús, segir í tillögunni.
Heimild: Sudurnes.net