Home Fréttir Í fréttum Verkís samdi við norsku Vegagerðina um verkið „Fv 505 Skjæveland – Foss...

Verkís samdi við norsku Vegagerðina um verkið „Fv 505 Skjæveland – Foss Eikeland“

123
0

Um miðjan apríl s.l. samdi Verkís við norsku Vegagerðina (Statens vegvesen Region vest) um verkið „Fv 505 Skjæveland – Foss Eikeland“, að undangengnu opnu útboði.

<>

Verkið felst í verkhönnun og gerð útboðsgagna fyrir nýjan 2,5 km langan tveggja akreina veg í Sandnes kommune, sem er í næsta nágrenni við Stavanger í Noregi, auk þess ~1,5 km af hliðarvegum.

Jafnframt er ráðgjöf á framkvæmdatíma hluti af verkinu. Göngu- og hjólreiðastígur verður við hlið Fv 505.

Gert er ráð fyrir 7 undirgöngum undir veginn, þar af hannar Verkís 5 og Statens vegvesen hanna 2. Í tengslum við fráveitumál á að hanna 3 settjarnir.

Hanna þarf mótvægisaðgerðir vegna umferðarhávaða.

Verkís sér um verkefnisstjórn og hönnun á veginum, en verkfræðistofan Lota sér um að hanna lýsingu, rafmagns- og símalagnir.

Verkhönnun ásamt útboðsgögnum á að skila um miðjan febrúar 2017.

Heimild: Verkís.is