Home Fréttir Í fréttum Hörmungarsaga Orkuveituhússins

Hörmungarsaga Orkuveituhússins

236
0
Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur, Orku náttúrunnar og Veitna

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokkinn segir enn bætast við hörmungarsögu Orkuveituhússins. Segir hann það óviðunandi að ráðast þurfi í viðgerðir fyrir hundruð milljóna króna í svo nýlegu húsi.

<>

Þetta kemur fram í facebook færslu sem borgarfulltrúinn birti við frétt um að mygla herji á húsið sem stafi af innbyggðum göllum í húsinu.

„Bygging Orkuveituhússins kostaði um ellefu milljarða króna á núvirði. Árið 2013 ,,seldi” Orkuveitan húsið til fasteignafélags fyrir 5,6 milljarða króna (á núvirði) en skuldbatt sig jafnframt til að leigja húsið af fasteignafélaginu næstu tuttugu árin. Hver skyldi nú þurfa að bera hinn mikla viðgerðarkostnað, fasteignafélagið eða orkunotendur í Reykjavík?“ segir Kjartan Magnússon meðal annars í færslunni.

Viðskiptablaðið hafði samband við Kjartan sem sagði um málið.

„Það kemur á óvart og er óviðunandi að orkunotendur í Reykjavík þurfi að greiða hundruð milljóna króna viðgerðarkostnað vegna stórfelldra mygluskemmda í svo nýlegu húsi sem þar að auki er ein dýrasta bygging landsins. Húsið er í raun allt of stórt fyrir starfsemi Orkuveitunnar og því hefur verið gripið til þess ráðs að leigja út hluta þess. Húsið var byggt á valdatíma R-listans, gamla vinstrimeirihlutans í Reykjavík og hinn mikli byggingarkostnaður þess var ein ástæðan fyrir því að fyrirtækið rataði í mikla fjárhagserfiðleika á tímabili.“

Heimild: Vb.is