Home Fréttir Í fréttum 31.08.2016 Endurnýjun á bakþrýstivél og rafala í gömlu Gufustöðinni í Bjarnarflagi

31.08.2016 Endurnýjun á bakþrýstivél og rafala í gömlu Gufustöðinni í Bjarnarflagi

99
0

Gamla Gufustöðin í Bjarnarflagi var gangsett árið 1969 og er því komið að umtalsverðum endurbótum.  Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í bakþrýstivél, rafala og tilheyrandi fyrir gömlu Gufustöðina samkvæmt útboðsgögnum nr. 20210.

<>

Verkið felst í hönnun, framleiðslu, pökkun, afhendingu, uppsetningu og prófunum á bakþrýstivél, rafala og tilheyrandi stjórnbúnaði samkvæmt nánari lýsingu í útboðsgögnum nr. 20210.

Áætluð verklok eru 15. desember, 2017.

Tilboðum skal skila til Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík,
fyrir klukkan 12:00 miðvikudaginn 31. ágúst, 2016.
Tilboð  verða  opnuð kl. 14:00 sama dag og lesin upp að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.