Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdum við Hamarshöll í Hveragerði hefur verið frestað

Framkvæmdum við Hamarshöll í Hveragerði hefur verið frestað

268
0
Hamarshöllin í Hveragerði. Ljósmynd/hveragerdi.is

Því miður munu framkvæmdir við bílaplan Hamarshallar frestast þar sem ásættanleg tilboð í verkið hafa ekki borist.

<>

Á fundi bæjarráðs þann 21. júlí s.l. var tekin til afgreiðslu fundargerð frá 8. júlí vegna opnunar tilboða í lokuðu útboði í jarðvegsframkvæmdir við verkið “Hamarshöll – bílastæði” þann 8. júlí s.l. Fjórum aðilum var boðið að bjóða í verkið.

Einungis barst eitt tilboð í verkið frá Markverk upp á kr. 35.087.822.- Kostnaðaráætlun var kr. 18.465.013.- og er því tilboðið 190% af kostnaðaráætlun.

Í ljósi niðurstöðu útboðs þá samþykkti bæjarráð að ganga ekki til samninga við neinn aðila heldur bíða með framkvæmd verksins þar til hagstæðara tilboð fæst. Vert er að geta þess að áður hafði verkið verið boðið út í opnu útboði þar sem ekkert tilboð barst.

Það er því nokkuð ljóst að þrátt fyrir góðan vilja bæjarstjórnar um að bílaplan við Hamarshöll yrði lagfært er ekki hægt að ganga að tilboði sem er jafn mikið yfir kostnaðaráætlun og hér er. Bæjarstjórn mun þó áfram leita leiða til að framkvæma megi verkið fyrir ásættanlegt verð.

Heimild: Hveragerdi.is