Home Fréttir Í fréttum Bíða skýrslu um framkvæmdir við Brákarborg

Bíða skýrslu um framkvæmdir við Brákarborg

28
0
Brákarborg Torfið var fjarlægt af þakinu með stórvirkum tækjum. Morgunblaðið/Árni Sæberg

„Skýrsl­an fór fyr­ir end­ur­skoðun­ar­nefnd Reykja­vík­ur­borg­ar sl. mánu­dag og var vísað þaðan til borg­ar­ráðs, en hún lá ekki fyr­ir fund­in­um,“ seg­ir Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur, í sam­tali við Morg­un­blaðið, en skýrsla sú sem hér um ræðir er út­tekt innri end­ur­skoðunar og ráðgjaf­ar á hönn­un og fram­kvæmd­um við leik­skól­ann Brákar­borg. Á fundi end­ur­skoðun­ar­nefnd­ar­inn­ar var skýrsl­unni vísað til borg­ar­ráðs, sem fundaði sl. fimmtu­dag.

Seg­ir Hild­ur að gert sé ráð fyr­ir því að skýrsl­an verði tek­in fyr­ir á næsta fundi borg­ar­ráðs sem halda á í byrj­un júní. Hún seg­ist eng­ar skýr­ing­ar hafa fengið á því af hverju skýrsl­an var ekki tek­in fyr­ir á fund­in­um.

Heimild: Mbl.is