„Skýrslan fór fyrir endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar sl. mánudag og var vísað þaðan til borgarráðs, en hún lá ekki fyrir fundinum,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, í samtali við Morgunblaðið, en skýrsla sú sem hér um ræðir er úttekt innri endurskoðunar og ráðgjafar á hönnun og framkvæmdum við leikskólann Brákarborg. Á fundi endurskoðunarnefndarinnar var skýrslunni vísað til borgarráðs, sem fundaði sl. fimmtudag.
Segir Hildur að gert sé ráð fyrir því að skýrslan verði tekin fyrir á næsta fundi borgarráðs sem halda á í byrjun júní. Hún segist engar skýringar hafa fengið á því af hverju skýrslan var ekki tekin fyrir á fundinum.
Heimild: Mbl.is