Home Fréttir Í fréttum Stefnt að 60 milljarða uppbyggingu

Stefnt að 60 milljarða uppbyggingu

43
0
Hér má sjá afstöðumynd sem sýnir byggingar Hrafnistu í Hafnarfirði.

Sjó­mannadags­ráð, Hrafn­ista og DAS íbúðir stefna á 50–60 millj­arða upp­bygg­ingu hjúkr­un­ar­heim­ila og þjón­ustu­íbúða til að mæta ört vax­andi hópi eldri borg­ara á næstu 15 árum.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu að upp­bygg­ing­in verði á þrem­ur kjarna­svæðum á höfuðborg­ar­svæðinu, Laug­ar­ási, Hraun­vangi og Skóg­ar­bæ.

Er mark­miðið að tryggja fjöl­breytt­ar bú­setu og þjón­ustu­leiðir fyr­ir stækk­andi hóp eldra fólks og bregðast við brýnni þörf fyr­ir um 100 ný hjúkr­un­ar­rými á ári fram til árs­ins 2040.

„Áhersla er lögð á að heilsu­efl­ing og virkni­mögu­leik­ar fyr­ir eldri borg­ara séu í for­grunni. Rann­sókn­ir sýna að hreyf­ing og fé­lags­leg þátt­taka stuðla að bættri heilsu, vellíðan og sjálf­stæði á efri árum. Með réttri nálg­un og skipu­lagi má tryggja að stækk­andi hóp­ur eldra fólks fái þjón­ustu við hæfi og bú­setu sem mæt­ir ólík­um þörf­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Af­stöðumynd sem sýn­ir hús­næði Hrafn­istu í Laug­ar­ási.

Þá er farið yfir helstu töl­ur sem kalli á aðgerðir:

  • Hlut­fall 67 ára og eldri hækk­ar úr 12,4 % (2020) í 19,2 % (2040) og nálg­ast 21 % (2050) (Mann­fjölda­spá Hag­stofu Íslands).
  • Meðalævi leng­ist – spáð  88,7 ár fyr­ir kon­ur og 84,4 ár fyr­ir karla árið 2069.
  • 22 % starf­andi ein­stak­linga voru 55–74 ára árið 2023, sam­an­borið við 17 % árið 2003.

„Þessi þróun kall­ar á nýj­ar lausn­ir í hús­næði og þjón­ustu – sér­stak­lega fyr­ir þá sem kjósa sjálf­stæða bú­setu en þurfa aðgengi að þjón­ustu og fé­lags­leg­um stuðningi,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Inn­tak þró­un­ar­áætl­un­ar­inn­ar 

  • Upp­bygg­ing hjúkr­un­ar­heim­ila: Auka fjölda rýma um ca.300 til 2040.
  • Þjón­ustu og leigu­íbúðir: Fjölga íbúðum um tæp­lega 400 og bæta við úrræðum fyr­ir eldra fólk sem vill búa sjálf­stætt en ná­lægt þjón­ustu.
  • Heilsu­efl­ing og virkni: Sér­stök áhersla á hreyf­ingu, fé­lags­legt líf og for­varn­ir sem lengja sjálf­stæði og bæta lífs­gæði.
  • Upp­bygg­ing­in verður fjár­mögnuð í áföng­um á næstu 15 árum og fel­ur í sér sam­starf við ríki, sveit­ar­fé­lög og fjár­mála­stofn­an­ir.

Hægt er að fræðast nán­ar um þró­un­ar­áætl­un Sjó­mannadags­ráð hér. 

Heimild: Mbl.is