Vegagerðin býður hér með út verkið “ Hauganes, grjótvörn endurbætur 2025”. Um er að ræða endurbyggingu á grjótvörn á Hauganesi.
Endurbygging á um 170 m kafla á núverandi grjótvörn
|
Grjót úr námu samtals um 1.100 m³. Verkkaupi leggur til grjót til verksins
|
Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. ágúst 2026.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með miðvikudeginum 7. maí 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 20. maí 2025.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.