Home Fréttir Í fréttum Stendur ekki til að opna Bláfjallaveg að nýju

Stendur ekki til að opna Bláfjallaveg að nýju

96
0
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra. mbl.is/Karítas

Eyj­ólf­ur Ármanns­son innviðaráðherra seg­ir að ekki standi til að opna Bláfjalla­veg um Hafn­ar­fjörð aft­ur að svo stöddu.

Þetta kem­ur fram í svari hans við fyr­ir­spurn Árna Rún­ars Þor­valds­son­ar, varaþing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem birt hef­ur verið á vef Alþing­is. 

Veg­ur­inn, sem hef­ur verið lokaður síðan snemma árs 2020, þarf á tals­verðum fram­kvæmd­um að halda til að geta tryggt um­ferðarör­yggi og vatns­vernd á svæðinu, seg­ir í svari ráðherra.

Áætlaður kostnaður um þrír millj­arðar

Til þess að geta hafið fram­kvæmd­ir á veg­in­um þyrfti fram­kvæmd­ar­leyfi ásamt leyfi frá heil­brigðis­eft­ir­lit­inu um fram­kvæmd­ir á vatns­vernd­ar­svæði. Áætlaður kostnaður fram­kvæmd­anna er í kring­um 3 millj­arðar króna miðað við verðlag í janú­ar 2025.

Eyj­ólf­ur seg­ir fram­kvæmd­irn­ar of stór­ar fyr­ir Vega­gerðina eina og sér og ef til þeirra kæmi þyrfti að gera sér­stak­lega ráð fyr­ir þeim á sam­göngu­áætlun.

Heimild: Mbl.is