Home Fréttir Í fréttum Loka Hagaborg næsta vetur

Loka Hagaborg næsta vetur

15
0
Gamla sumargjafarhúsinu verður lokað vegna endurbóta. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Reykja­vík­ur­borg áform­ar nú end­ur­bygg­ingu leik­skól­ans Haga­borg­ar og verður skól­an­um vænt­an­lega lokað næsta haust.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá borg­inni eru þessi áform á frum­stigi og því ligg­ur ekki ná­kvæm­lega fyr­ir hvaða áhrif þetta hef­ur á inn­skrán­ingu leik­skóla­barna í haust og aðeins er um að ræða elsta húsið sem tók til starfa hinn 14. nóv­em­ber árið 1960. Í þeirri bygg­ingu á sömu lóð sem er yngri verður áfram starf­semi.

Haga­borg á sér 65 ára sögu í borg­inni. Húsið var byggt af Barna­vina­fé­lag­inu Sum­ar­gjöf sem setti á stofn fjög­urra deilda dag­heim­ili á neðri hæð og á efri hæð var skrif­stofa og fund­ar­sal­ur Sum­ar­gjaf­ar. Þar var ljósa­stofa Hvíta­bands­ins og um tíma íbúð fyr­ir for­stöðukonu dag­heim­il­is­ins. Árið 1997 keypti Reykja­vík­ur­borg húsið af Sum­ar­gjöf, og var allt húsið tekið und­ir leik­skóla­starf­semi.

Heimild: Mbl.is