
Helga Þórðardóttir, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar og oddviti Flokks fólksins, segir mikilvægt að hlustað sé á ákall foreldra barna með sérþarfir um byggingu annars sérskóla.
„Klettaskóli er frábær en því miður er hann bara sprunginn,“ segir hún í samtali við Morgunblaðið.
Skortur á rými í skólanum
Morgunblaðið greindi frá því fyrir helgi að aðeins 14 nýir nemendur hefðu komist að í Klettaskóla, sérskóla á grunnskólastigi í Reykjavík sem þjónar öllu landinu, þegar nemar voru teknir inn í skólann.
Heimild: Mbl.is