Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Nýja íþróttamiðstöðin á áætlun

Nýja íþróttamiðstöðin á áætlun

28
0
Stórhýsi í smíðum. Verður væntanlega tilbúið á næsta ári. mbl.is/Sigurður Bogi

Góður gang­ur er í fram­kvæmd­um og allt á áætl­un við bygg­ingu íþróttamiðstöðvar í Búðar­dal. Þessa dag­ana er verið að reisa burðar­virki húss­ins þar sem bún­ingsaðstaða og þjón­ustu­rými verða.

Grind­in að íþrótta­saln­um er þegar kom­in. Und­ir þaki í þess­ari sam­stæðu verða 1.335 m2. Svo bæt­ist við úti­svæði sund­laug­ar en byrjað verður að slá upp steypu­mót­um að laug­ar­ker­inu eft­ir nokkr­ar vik­ur.

Fram­kvæmd­ir þess­ar hóf­ust í sum­ar­byrj­un í fyrra þegar skólakrakk­ar í Búðar­dal tóku fyrstu skóflu­stung­una. Þetta var nán­ar til­tekið þann 11. júní 2024, á 30 ára af­mæl­is­degi sveit­ar­fé­lags­ins Dala­byggðar.

Samið var við bygg­inga­fyr­ir­tækið Eykt um fram­kvæmd­ir og miðað er við að allt verði frá­gengið 4. fe­brú­ar á næsta ári. Áætlaður kostnaður er um 1,3 millj­arðar króna.

Heimild: Mbl.is