Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir (FSRE), kt. 510391-2259 óskar eftir tilboðum í lóðaframkvæmdir við Lindargötu 1-3, Arnarhvoll, fyrir hönd Ríkiseigna kt. 690981-0259.
Húsið að Lindargötu 1-3 Reykjavík er byggt á árunum 1930-40. Húsið er steinsteypt og einangrað að innan.
Verkefnið felst í að grafa frá kjallaraveggjum, drena í kringum húsið bæði regn- og jarðvatn sem og sinna viðhaldi á steyptum flötum, vatnsverja og einangra. Þá skal fylla og jafna aftur að veggjum og ganga frá lóð í samræmi við verklýsingar.
Verkið skal unnið á tímabilinu 1. júlí 2025 þar til 1. október 2026 og er verkinu skipt í tvo áfanga.
Um er að ræða almennt útboð að ræða eins og því er lýst í 2. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 (OIL) og grein 1.2.2 í ÍST 30:2012. Útboð þetta er aðeins auglýst innanlands.
Lög um opinber innkaup má nálgast á heimasíðu Alþingis á slóðinni: https://www.althingi.is/lagas/nuna/2016120.html
Athugið að þar sem útboðið er einungis auglýst innanlands er ekki hægt að leita að útboðinu á TendSign.is, smellu á Skoða meira til að finna útboðið
Sjá nánar tæknilýsingu/kröfulýsingu í útboðsgögnum.
Allar nánari upplýsingar um útboðið er að finna í útboðskerfi FSRE, TendSign.is.
Leiðbeiningar varðandi skráningu og skil tilboða er að finna á hér.
Útboðsgögn afhent: | 29.04.2025 kl. 10:57 |
Skilafrestur | 20.05.2025 kl. 12:00 |
Opnun tilboða: | 20.05.2025 kl. 13:00 |