
Fyrsta skóflustungan að 133 íbúða byggingu á Borgarhöfða var tekin í fyrradag. Áætlað er að hverfið, sem mun rísa á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog, muni hýsa allt að 20.000 íbúa.
Uppbyggingin er á vegum fasteignaþróunarfélagsins Klasa og er þetta fyrsta framkvæmd félagsins er varðar Borgarhöfða, en til viðbótar sér Klasi fyrir sér að reisa um 700 íbúðir til viðbótar auk verslunar- og skrifstofuhúsnæðis á næstu árum.
Ingvi Jónasson framkvæmdastjóri Klasa segir uppbygginguna hafa verið lengi í þróun, en byrjað var að fjárfesta á svæðinu árið 2005.
Aðspurður segir Ingvi að reiknað sé með að fyrstu íbúðirnar verði tilbúnar eftir um 18 mánuði. Allar verði svo tilbúnar eftir rúm tvö ár.
Heimild: Mbl.is