Home Fréttir Í fréttum Fasteignirnar verðlausar

Fasteignirnar verðlausar

25
0
Brugðið Aroni Quan og fleiri fasteignaeigendum var brugðið þegar þeir áttuðu sig á því að fasteignir þeirra væru í reynd orðnar verðlausar. Morgunblaðið/Eggert

Eig­end­ur at­vinnu­hús­næðis á Bílds­höfða segja Reykja­vík­ur­borg hafa skilið sig eft­ir í al­gjörri óvissu og með verðlaus­ar eign­ir.

Aron Wei Quan, eig­andi veit­ingastaðar­ins Fön­ix á Bílds­höfða 12, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að þegar einn eig­enda í hús­inu hugðist selja hafi komið í ljós að lóðarleigu­samn­ing­ur væri út­runn­inn. Þegar hús­fé­lagið óskaði eft­ir nýj­um samn­ingi við borg­ina hafi aðeins boðist tíma­bund­inn samn­ing­ur til 2033. Í hon­um kem­ur fram að verið sé að end­ur­skoða skipu­lag á svæðinu.

Hann seg­ir eng­in sam­skipti hafa verið af hálfu borg­ar­inn­ar við fast­eigna­eig­end­ur um framtíð svæðis­ins. Ekk­ert upp­kaupsákvæði sé í samn­ingn­um og býður borg­in ekki slíkt í fram­lengd­um samn­ingi held­ur.

„Við ráðfærðum okk­ur við lög­fræðing og fór­um að at­huga lóðarleigu­samn­inga á Höfðasvæðinu og þá kom í ljós að all­ir samn­ing­ar sem voru gerðir eft­ir árið 1980 voru með upp­kaupsákvæði, sem þýðir að ef borg­in vill taka lóðina til baka að lokn­um leigu­tíma, þá er feng­inn matsmaður og raun­v­irði hús­næðis­ins greitt út. En í okk­ar samn­ingi og mörg­um öðrum í kring, til dæm­is á Bílds­höfða 14, 18 og 20, eru eng­in upp­kaupsákvæði og borg­in vill ekki bjóða okk­ur slíkt,“ seg­ir Aron.

Í því felst að borg­in get­ur farið fram á það eft­ir að leigu­tíma lýk­ur að lóðarleigu­tak­ar skili lóð sinni eins og þeir fengu hana af­henta og fjar­lægi mann­virki á eig­in kostnað.

„Þá feng­um við smá sjokk, því þetta þýðir að fast­eign­irn­ar á þessu svæði eru bara verðlaus­ar.“

Hann seg­ir hús­fé­lagið hafa slegið fyr­ir­huguðum viðhalds­fram­kvæmd­um á frest, enda sé al­gjör óvissa um fram­haldið.

Hann bend­ir á að fyr­ir­tæki á þessu svæði séu allt þjón­ustu­fyr­ir­tæki, versl­an­ir og veit­ingastaðir.

„Það liggja rosa­lega mik­il verðmæti í bæði fast­eign­um og fyr­ir­tækj­um sem þar eru rek­in, þetta er rosa­lega líf­leg gata, eins og allt Höfðasvæðið.“

Dæmi séu um að samið sé við fyr­ir­tæki um að færa sig og fá nýja lóð ann­ars staðar, það gangi ekki fyr­ir þjón­ustu­fyr­ir­tæk­in á Höfða.

„Það virk­ar ekki fyr­ir okk­ur sem erum með lít­il fyr­ir­tæki uppi á Höfða að fá ein­hverja lóð uppi á Esju­mel­um, þá er rekstr­in­um sjálf­hætt.“

Heimild: Mbl.is