Úr fundargerð Umhverfis- og mannvirkjaráð Akureyrarbæjar þann 15.04.2025.
Lagt fram minnisblað dagsett 11. apríl 2025 vegna opnunar tilboða í grasslátt og hirðingu 2025-2026. Þrjú tilboð bárust í Opin svæði og Nausta- og Hagahverfi. Tvö tilboð bárust í Stofnanalóðir.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga til samninga á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs Adda Tryggva ehf. í Nausta og Hagahverfi og LF123 ehf. í Opin svæði og Stofnanalóðir.
Ráðið felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að ganga frá samningum.
Fylgiskjöl
Heimild: Akureyri.is