Byggingafyrirtækið Sjammi ehf. á Akranesi átti lægsta tilboðið í byggingu endurvinnslustöðvar Sorpu, sem rísa mun við Lambhagaveg 14 í Reykjavík.
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu og mbl.is í gær.
Sjammi bauðst til að vinna verkið fyrir krónur 1.503.886.941, sem er 87,7% af kostnaðaráætlun. Hún hljóðaði upp á 1.715 milljónir króna.
Ný endurvinnslustöð Sorpu við Lambhagaveg, í nágrenni við stórverslun Bauhaus, verður um 2.000 fermetrar að stærð.
Hún kemur í stað stöðvarinnar við Sævarhöfða, sem verður lokað vegna uppbyggingar sem er fram undan á því svæði.
Endurvinnslustöðin við Lambhagaveg tekur við flokkuðum úrgangi frá viðskiptavinum kaupanda og mun þjóna um 50.000 íbúum á höfuðborgarsvæðinu.
Heimild: Skagafrettir.is