Home Fréttir Í fréttum Sjammi ehf. fékk stórt verkefni hjá Sorpu

Sjammi ehf. fékk stórt verkefni hjá Sorpu

80
0

Bygg­inga­fyr­ir­tækið Sjammi ehf. á Akranesi átti lægsta til­boðið í bygg­ingu end­ur­vinnslu­stöðvar Sorpu, sem rísa mun við Lambhaga­veg 14 í Reykja­vík.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu og mbl.is í gær.

Sjammi bauðst til að vinna verkið fyr­ir krón­ur 1.503.886.941, sem er 87,7% af kostnaðaráætl­un. Hún hljóðaði upp á 1.715 millj­ón­ir króna.

Ný end­ur­vinnslu­stöð Sorpu við Lambhaga­veg, í ná­grenni við stór­versl­un Bauhaus, verður um 2.000 fer­metr­ar að stærð.

Hún kem­ur í stað stöðvar­inn­ar við Sæv­ar­höfða, sem verður lokað vegna upp­bygg­ing­ar sem er fram und­an á því svæði.

Endurvinnslustöðin við Lambhagaveg tekur við flokkuðum úrgangi frá viðskiptavinum kaupanda og mun þjóna um 50.000 íbúum á höfuðborgarsvæðinu.

Heimild: Skagafrettir.is