Endurbygging Norðurgarðsins á Norðurbakkasvæðinu í Hafnarfirði er hafin og er stefnt að því að ljúka múr- og steypuvinnu í vor.
Í haust verður svo sett trédekk á yfirborð hans og garðurinn formlega kláraður.
Tryggvi Rafnsson, formaður Samfylkingarfélagsins og fulltrúi í hafnarstjórn, segir að garðurinn verði upphækkaður til að koma í veg fyrir flóð og íbúar geti gengið alla leið út á hann.
Einnig er stefnt að því að hann verði gerður aðgengilegur fyrir alla, þar með talið fólk í hjólastólum, en garðurinn hefur verið vinsæll til fiskveiða undanfarin ár.
„Við erum stolt af þessu og teljum að þetta verði glæsilegur lokahnykkur á Norðurbakkasvæðinu,“ segir Tryggvi í samtali við Morgunblaðið.
Heimild: Mbl.is